Um vefinn og verkefnið

Vefurinn Ljósheimar er hluti af skýrslu leikskólans Aðalþings um þróunarverkefni sem unnið var þar 2010 – 2011 og ber sama heiti. Það telst kostur ef þróunarverkefni öðlast sjálfstætt líf eftir að þeim lýkur formlega. Ljósaverkefnið hefur öðlast slíkt líf. Vinna sem tengist því hefur haldið áfram og á vonandi eftir að þróast á komandi árum.

Kristín Dýrfjörð sem var verkefnisstjóri í verkefninu sá um vefinn og hefur sett efni hans saman.

Verkefnið Ljósheimar var styrkt af sprotastjóði Menntamálaráðuneytisins veturinn 2010-2011.

Núverandi leikskólastjóri í Aðalþingi er Hörður Svavarsson og pedagógista á tímum þróunarverkefnisins var Guðrún Alda Harðardóttir. Kristín var leikskólastjóri þegar fyrrihluti verkefnisins var unnið.

Tölvunetfang leikskólans er adalthing @ adalthing.is

Höfundarréttur og heimildir til notkunar á efni.

Heimilt er að nota efni af vefnum til að vinna með í skólum en geta upprunans. Leikskólinn Aðalþing á höfundarétt af myndum sem eru á vefnum. Texti er almennt eftir Kristínu Dýrfjörð nema annað sé tekið fram.

ljsabordi.jpg

Vefurinn Ljósheimar fjallar um leiki barna með mismunandi ljósgjafa og efnivið sem hleypir ljósi eða ekki í geng um sig. Vefurinn er sjálfstæður en tengdur við vef leikskólans Aðalþings www.adalthing.is . Markmið vefsins er bæði að vera upplýsandi um ýmislegt sem tengist ljósi og litum og gagnast vonandi áhugasömum. Meginuppistaða vefsins eru  myndir, texti og myndbönd af upplifun barna. Myndirnar tók starfsfólk á meðan á verkefninu stóð. Börnum og starfsfólki er öllu þakkað þátttaka í verkefninu.

Bakgrunnur verkefnasjóra

Kristín Dýrfjörð hefur frá 2004 kennt vísindasmiðjunámskeið við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með námskeiðinu er að tengja saman í leik og skapandi starfi eðlisfræði, náttúrufræði, leikskólastarf og listir. Það er meðal annars á þessu starfi sem þróunarverkefnið í Aðalþingi er byggt.