Skuggaleikhús er talið ættað alla leið austur frá Kína. Sagan segir að einu sinni hafi verið keisari sem missti dóttur sína. Hann var alveg óhuggandi þangað til í ríkið kom hugmyndaríkur…. hann sagðist geta fært konungi dóttur sína aftur. Hann útbjó skuggamynd af andlitsdráttum hennar og varpaði með ljósi á vegg. Keisarinn tók gleði sína á ný og síðan hefur skuggleikhús fylgt manninum.
Í leikskólum gegna skuggaleikhús mismunandi hlutverkum. Þau eru auðvitað hluti af leik en það er líka hægt að tengja skuggaleikhúsið öllum námsviðunum og þekkingarstoðum hinnar nýju aðalnámskrár.
Jafnrétti
Hvaða börn eru að leika sér í skuggaleik? er munur á leik barna eftir t.d. kyni? Hvaða hlutverk velja börn sér og hverskonar brúður gætu líka verið spurningar sem snúa að kynjajafnrétti.Hvað með þá sem eru á jarðinum er þeirra menningu gerð skil í skuggleikshúsinu? Er hægt að nota það til að kynna fjölmenningarlegan bakgrunn barna. Bara það að skuggaleikhúsið er talið upprunnnið í Suðaustur Asíu gæti verið áhugavert að ræða við börn.
Lýðræði
Skiptast börn á að vera þau sem sýna og leika og þau sem horfa á. Hvernig er samið um hver á að gera hvað? Er það hlutverk starfsfólks að deila út hlutverkum eða fá börn tækifæri til að semja um það sín á milli. Eru leikstjórar – hvaða hlutverki gegna þeir?
Sjálfbærni
Hvaða efni er notað í skuggaleikinn? Er verið að nýta það sem toil fellur í umhverfinu, frá leikskólanuim og heimilum barnanna. – Hver eru viðfangsefni skuggleikhúsins – er t.d. verið að fjalla um umhverfið? Eru verkin notuð til að kynna starf leikskólans í nánasta umhverfi hans?
Læsi
Læsi er skilgreint vítt í aðalnámskrám. Að vera læs á umhverfi, á tilfinningar, á röð atvika, er allt hægt að vinna með í skuggaleikhúsi. En það er líka hægt að vinna með að vera læs á tæki, að læra bók- og tölustafi að vinna með hlutföll og fjarvídd.
Velferð
Skuggaleikshús sem og bruðuleikhús eru þekktir miðlar þegar verið er að vinna með viðkvæm málefni sem snerta velferð barna í víðu samhengi. Leikhúsið nær til barna á hátt sem fátt annað gerir og er því gullið tæki. En velferð felst líka í að hlæja og skemmta sér, að vera hræddur á öruggum stað að fást við erfiðar tilfinningar sem góðar. Allt þetta uppfyllir skuggaleikhúsið, það er því frábært tæki í verkfærakistu hvers leikskóla.
Sköpun
Er lög áherlsa á að börn upplifi og geri – eða er alltaf verið að vinna með fyrirframgefin þemu eða efni? Fá börn tækifæri til að prófa og kynnast efninu?
Skuggaleikhús
Efni strekt yfir fathengi úr IKEA. Hér var myndvarpi notaður sem ljósgjafi.