Ljósheimar

Þróunarverkefni í Aðalþingi

2010-2011

Skýrsla

Þar sem ævintýrin gerast

Ljósið kemur langt og mjótt,

logar á fífustöngum.

Halla kerling fetar fljótt,

framan eftir göngum.

Logo

Um leikskólann Aðalþing

Leikskólinn Aðalþing er fjögurra deilda fyrir 120 börn og stendur við götuna Aðalþing í Kópavogi og dregur nafn sitt af henni. Þegar Aðalþing hóf starfsemi var ákvað að nota sér tengslin við þinganafnið og er það sem þema í leikskólaunum. Nafngiftir allra deilda og svæða enda á þing. Þannig eru í deildirnar ekki kallaðar deildir heldur þing.

Á Þingnesi við Elliðavatn var jafnframt eitt elsta þing landsins, Kjalarnesþing.

Og þar sem þetta svæði er mikið náttúrusvæði með Elliðavatnið og Heiðmörkina í næsta nágrenni, þótt við hæfi að nota nöfn algengra fugla sem hægt er að sjá þarna; suma allt árið, aðra á veturna og enn aðra á sumrin. Þannig eru nöfnin Lóuþing, Spóaþing, Hrafnaþing og Rjúpnaþing tilkomin.

Heimasíða Aðalþings er www.adalthing.is og tengill á fésbókarsíða leikskólans er HÉR

Og hér má finna upplýsingar um upphaf og áherlsur í starfi þar.

Leikskólastóri Aðalþings er Hörður Svavarsson tölvupóstur hordur@adalthing.is

Tölvupóstur leikskólans er adalthing@adalthing.is

Síminn er 515 0930

Um verkefnið Ljósheimar

Ljósheimar eru vefur sem er tileinkaður þróunarverkefni um ljós og skugga í leik barna í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi.

Verkefnið fékk styrk úr Sprotasjóði menntamálaráðuneytisins fyrir veturinn 2010 – 2011. Vefurinn er leið leikskólans til að kynna verkefnið og er jafnframt hluti af skýrslu um það til Sprotasjóðs. Við vonumst til að vefurinn eigi eftir að gagnast leikskólum til að fá hugmyndir til að vinna með ljós og skugga og jafnvel skráningar.

Endurnýjaður vefur

þessi vefur er endurgerð af fyrri vef um sama efni. Færslur hafa verið færðar og settur upp á nýtt.

Eitthvað efni hefur tapast við yfirfærsluna en flest er hér, þó uppsetning sé ögn breytt.