Jól eru tími ljóss og lita. Í tenglsum við þróunarverkefnið var ákveðið að útbúa jólatré í þrívídd á Kríuþingi (ljósaverinu). Fljótlega kom í ljós það það eru margar og mismunandi aðferðir sem hægt er a fara til að skreyta jólatréð. Flestum börnunum finnst gaman og eftirsóknarvert að fá tækifæri til að skreyta tréð og njóta að setja saman  liti og form í rólegheitum.

Það er sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvernig börn nálgast viðfangsefnið frá mismunandi hliðum. Á meðfylgjandi myndum má sjá ólíkri nálgun er beitt, annarsvegar er kerfisbundin munsturgerð og hinsvegar kaotískari nágun.

Mismunandi fagurfræði. Í drögum að nýrri aðalnámskrá fyrir leikskóla er rætt um fagurfræði og mikilvægi þess að huga að henni í umhverfi barna. Þar segir „Í leikskóla á að vera rými fyrir sköpunarferli og fagurfræðilega tjáningu og þar eiga börn að fá tækifæri til að: Njóta þess að taka þátt í skapandi ferli. Upplifa tjáningarmátt skapandi starfs og finna til ánægju og gleði yfir eigin sköpunarkrafi“ (8. desember 2011 KD).