Í samstarfi við Daníel Björnsson myndlistamann var ákveðið að útfæra leik og rými með svörtu ljósi (blacklight). Daníel hefur í verkum sínum rannsakað heim ljóssins og beitt ljósum á fjölbreyttan hátt. Meðal annars hefur hann unnið töluvert með svart ljós. Fljótlega kom upp hugmynd að breyta lítilli geymslu inn af listaþingi í herbergi sem algjörlega væri tileinkað svörtu ljósi. Herbergið hafði verið nýtt sem miðstöð fyrir allan endurnýtanlegan efnivið leikskólans sem fékk nú nýtt heimili. Herbergið var málað svart til að auka áhrif ljóssins og í um tveggja metra hæð hengd þrjár 120 cm svartljósaperur. Síðar voru keypt annarskonar svartljósa ljósgjafar til að hafa í rýminu.

Ljósaborð sem skipta um lit

Verkefnastjóri (kd) og Daníel hittumst reglulega til að ræða hugmyndir og hanna leikefni í svarta herbergið. Hverskonar áhrifum við vildum ná fram bæði í upplifun og leik. Meðal annars vildum við hafa mismunandi ljósgjafa, ljósborð sem breyttu litum, ljósborð sem hægt væri að leika með sand á. Við smíðuðum ljósaborð og máluðum þau með málningu sem glóir og undir þau sett ljósadíóður sem skiptu litum annað hvort sjálfvirkt eða að börnin réðu hvaða litur væri á borðinu.

Ljósaborð sem skipta litum í svartljósaherberginu

Kubbar hannaðir

Við ákváðum að útbúa kubba til að leika með inn í herberginu og mála hluta þeirra með málningu sem glóir í myrkri. En hluta þeirra með venjulegri hvítri málningu sem virkaði þá eins og endurkastflötur. Flestir kubbarnir áttu að vera eins að stærð og lögun en til að brjóta upp ákváðum við að nokkrir ættu að vera með mun fleiri fleti. (Sjá mynd hér til hliðar).

Efniviður

Nokkur tími fór í  að finna ýmiskonar efnivið sem glóir í svörtu ljósi og voru ófáar tilraunir gerðar með og án barnanna.Ljósaherbergið sló strax í gegn á meðal barnanna og reyndar líka fjölmargra gesta. Það er á meðal vinsælli leikstaða í Aðalþingi. (KD 2012)

Stærðfræði

Efniviður

Leir, málning, litir. brúsar, kubbar og allt annaðs em við fundum og glóir.