Rýmið sem við lifum í mótar okkur. Yi-Fu Tuan lítur á manngert rými sem „texta sem felur í skilaboð um hegðunarreglur og jafnvel um viðhorfum til heimsins“ og sem „afmarkar og stækkar samfélagið“ Því er haldið fram að manngerð svæði móti, hjálpi til við að bera kennsl á og afmarki þá möguleika og virkni sem rýmið bíður upp á. Þetta felur í sér – að það felist skilaboð í því hvernig við höfum í kringum okkur, hvernig við hugsum rýmið. Línan á gólfiniu er þá ekki lengur bara lína á gólfinu, það liggur hugsun á bak við hana. Hún sendir skilboð um ákveðna hegðun. Hvar myndir hanga á veggjum, hversu hátt er upp í hankann í hólfi barnsins, allt byggir þetta á skilaboðum.

Í þessum anda var ákveðið að setja upp ljósaver í leikskólanum. Skapa rými sem sendi skýr og sterk skilaboð. Skilaboð sem hvetja börn til að prófa, rannsaka, uppgötva, undrast, ígrunda. Ýta undir forvitni og virkni. En skilaboðin áttu líka að vera um samstarf, samræðu, samvinnu, skilaboð um lýðræði. Að viðhalda rýminu í því formi sem hugsað er getur verið áskorun. Það krefst sjálfsaga og fagmennsku af starfsfólki. Það getur verið þægilegra að fjarlæja hluti en að kenna börnum að umgangast þá. Það er auðveldara að snúa upp í vegg kubbum sem ekki á að nota, henda saman í kassa öllum mögulegum efnivið en að flokka hann. En þá breytast skilaboðin sem rýmis sendir. Þau byggja ekki lengur á trausti og þau fjalla ekki lengur um að rannsaka, þau fjalla um vantraust og litla trú á þeim sem í rýminu eru. (KD 2013).

Meðfylgjandi myndir eru úr ljósaverinu – þeim er ætlað að sýna hvernig rýmið var skipulagt í upphafi og þau skilaboð sem það sendi frá sér. Með tímanum breyttist rýmið og í dag (haust 2012) hefur því verið umbreytt í matsal fyrir börnin. Tæki og efniviður sem tilheyrði ljósaverkefninu hefur öðlast heimili á þingum. Það eru t.d. ljósaborð og efniviður honum tengdur á hverri deild

 litið er á myndirnar má sjá hvernig efniviður er flokkaður eftir lit. Hugmyndin var að börnin byggðu ofan á trékassana og síðan kom lýsing frá annað hvort myndvarpa eða slidesmyndavél. Seinna bætust líka við ljóskastarar úr lofti. Þannig nýttist sama efnið til margvíslegra bygginga og rannsókna