Author: Leikskólinn Aðalþing KD
-
Svartljós – svart-ljósarými
Meðal annars vildum við hafa mismunandi ljósgjafa, ljósborð sem breyttu litum, ljósborð sem hægt væri að leika með sand á. Við smíðuðum ljósaborð og máluðum þau með málningu sem glóir og undir þau sett ljósadíóður sem skiptu litum annað hvort sjálfvirkt eða að börnin réðu hvaða litur væri á borðinu.
-
Jólatré og fagurfræði
Jól eru tími ljóss og lita. Í tenglsum við þróunarverkefnið var ákveðið að útbúa jólatré í þrívídd á Kríuþingi (ljósaverinu). Fljótlega kom í ljós það það eru margar og mismunandi aðferðir sem hægt er a fara til að skreyta jólatréð. Flestum börnunum finnst gaman og eftirsóknarvert að fá tækifæri til að skreyta tréð og njóta að setja saman liti og…
-
RGB ljós og leikur
RGB – stendur fyrir rautt, grænt og blátt ljós. Í ljósaverinu í Aðalþingi voru kastarar í loftinu með filmum. Að koma inn í rýmið og dansa og hreyfa sig gat verið undur. Hreyfing rannsökuð Dansað með plaststrimla í RGB ljósinu Snerta, skoða, hreyfa, þreifa
-
Skilaboð rýmis
Í þessum anda var ákveðið að setja upp ljósaver í leikskólanum. Skapa rými sem sendi skýr og sterk skilaboð. Skilaboð sem hvetja börn til að prófa, rannsaka, uppgötva, undrast, ígrunda. Ýta undir forvitni og virkni.
-
Myndvarpi
En ljósið gerir fleira þegar það er langt frá þeim stað sem ljósið fellur á stækkar hluturinn og þegar það fer nálægt þá minnkar hluturinn. Um þetta ferli eigum við skemmtilegt ljóð sem flest börn kunna.