Category: Byggingarefni
-
Svartljós – svart-ljósarými
Meðal annars vildum við hafa mismunandi ljósgjafa, ljósborð sem breyttu litum, ljósborð sem hægt væri að leika með sand á. Við smíðuðum ljósaborð og máluðum þau með málningu sem glóir og undir þau sett ljósadíóður sem skiptu litum annað hvort sjálfvirkt eða að börnin réðu hvaða litur væri á borðinu.
-
Myndvarpi
En ljósið gerir fleira þegar það er langt frá þeim stað sem ljósið fellur á stækkar hluturinn og þegar það fer nálægt þá minnkar hluturinn. Um þetta ferli eigum við skemmtilegt ljóð sem flest börn kunna.
-
Segulkubbar
Segulkubba er hægt a nota hvort sem er á ljósaborð eða annar staðar. Þeir bjóða upp á mikla möguleika til sköpunar. Hér hafa börnin byggt úr kubbunum og teikna svo byggingar sínar eftir á. Við það þróast mismunandi þættir hjá barninu.
-
Glóandi kúlubraut
Þegar börnin í Aðalþingi heimsóttu Tilraunalandið í Norrænahúsinu vorið 2010 heilluðust þau mörg af kúlubrautinni. Á Hranfaþingi hafa börnin síðan verið mjög upptekin við að skapa sínar eigin kúlubrautir og það hafa verið allt að því verkfræðileg undur sem þar hafa verið útbúin. Mannvirki þar sem gert er ráð fyrir hröðun, beygjum og að eitthvað verði að grípa kúluna…
-
Að byggja og skapa í ljósið
Byggingaleikir geta tekið á sig ýmis form – það fer svolítið eftir efniviðnum og aðstæðum hvert formið er hverju sinni. Öll leitumst við að hafa áhrif á umhverfi okkar. Þær leiðir sem eru færar byggja á okkar eigin ímyndunarafli, seiglu og viljanum til að prófa eitthvað nýtt. Í Aðalnámskrá leikskóla eru birt leiðarljós sem leikskólarnir eiga að…