Category: Ljósaborð
-
Svartljós – svart-ljósarými
Meðal annars vildum við hafa mismunandi ljósgjafa, ljósborð sem breyttu litum, ljósborð sem hægt væri að leika með sand á. Við smíðuðum ljósaborð og máluðum þau með málningu sem glóir og undir þau sett ljósadíóður sem skiptu litum annað hvort sjálfvirkt eða að börnin réðu hvaða litur væri á borðinu.
-
Ljósaborð – svart og hvítt
Ljósaborð er hægt að nota á marga vegu. Að skoða hvítt á hvítu, eða teikna mynd í sandbakka sem hvílir á ljósaborði eru meðal þess sem hæg er að gera á ljósaborðum.
-
Um ljósaborð
Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. Þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt.