Category: Þekking
-
Svartljós – svart-ljósarými
Meðal annars vildum við hafa mismunandi ljósgjafa, ljósborð sem breyttu litum, ljósborð sem hægt væri að leika með sand á. Við smíðuðum ljósaborð og máluðum þau með málningu sem glóir og undir þau sett ljósadíóður sem skiptu litum annað hvort sjálfvirkt eða að börnin réðu hvaða litur væri á borðinu.
-
RGB ljós og leikur
RGB – stendur fyrir rautt, grænt og blátt ljós. Í ljósaverinu í Aðalþingi voru kastarar í loftinu með filmum. Að koma inn í rýmið og dansa og hreyfa sig gat verið undur. Hreyfing rannsökuð Dansað með plaststrimla í RGB ljósinu Snerta, skoða, hreyfa, þreifa
-
Skilaboð rýmis
Í þessum anda var ákveðið að setja upp ljósaver í leikskólanum. Skapa rými sem sendi skýr og sterk skilaboð. Skilaboð sem hvetja börn til að prófa, rannsaka, uppgötva, undrast, ígrunda. Ýta undir forvitni og virkni.
-
Skuggaleikhús
Í leikskólum gegna skuggaleikhús mismunandi hlutverkum. Þau eru auðvitað hluti af leik en það er líka hægt að tengja skuggaleikhúsið öllum námsviðunum og þekkingarstoðum hinnar nýju aðalnámskrár.
-
Ég á lítinn skrítinn skugga
Ég á lítinn skrýtinn skugga,skömmin er svo líkur mér,hleypur með mér úti’ og inni,alla króka sem ég fer. Allan daginn lappalétturleikur hann sér kringum mig.Eins og ég hann er á kvöldin,uppgefinn og hvílir sig. Það er skrýtið, ha ha ha ha,hvað hann getur stækkað skjótt,ekkert svipað öðrum börnum,enginn krakki vex svo fljótt. Stundum eins og…