Plexikubbarnir eru fallegir og bjóða upp á ýmsa möguleika í leik. Þeir styrkja nám barna á ýmsa vegu. Þau raða, flokka. telja, para saman, vinna með samhverfu, hlaða upp eða fella, Þau pæla í jafnvægi og svo skapa þau sinn eigin heim. Það er ekki verra að þeir eru í réttum innbyrðis stærðfræðilegum hlutföllum eins og einingakubbarnir.Þeir eru sérstaklega hanaður til að leika með á ljósaborðum og með speglum þar sem litir þeirra og form lifna við. Á bak við litavalið eru fagurfræðilegar ástæður. Börn hafa rétt  til að leika með fallega hluti í fallegu umhverfi. Kubbarnir henta börnum á öllum aldri og í leikskólanum er hægt að nota þá bæði með yngri og eldri börnum. Þegar yngstu börnin leika með þá þarf auðvitað að vera með þeim – eða jafnvel taka út allra minnstu kubbana.

Slide4.JPG

Stutt myndband sem sýnir börn leika sér við ljósaborð og gleði þeirra yfir vel hepnuðu verki.