Byggingaleikir geta tekið á sig ýmis form – það fer svolítið eftir efniviðnum og aðstæðum hvert formið er hverju sinni. Öll leitumst við að hafa áhrif á umhverfi okkar. Þær leiðir sem eru færar byggja á okkar eigin ímyndunarafli, seiglu og viljanum til að prófa eitthvað nýtt. Í Aðalnámskrá leikskóla eru birt leiðarljós sem leikskólarnir eiga að vinna eftir. Leiðarljósin eru víðtæk og ná til allra þátta starfsins. Telja má að nokkur þeirra falla betur að.þróunarverkefninu en önnur. Þau eru:
- Í leikskóla eiga börn að fá tækifæri til að fást við fjölbreytt verkefni sem bjóða upp á margar lausnir og hvetja til rannsókna og ígrundunar.
- Verkefni sem snúa að ljós og samstarfi byggja á mikilli samvinnu – þau hvetja börn til að skoða frá öðru sjónarhorni og að ígrunda hvers vegna hlutirnir eru svona eða einhvernveginn öðruvísi. Sem dæmi ef málað er með glóðandi málingu á blað í dagsljósi gerist ekkert en ef farið er með sama blað inn í svartljósaherbergið – lifnar það við. Sama á við um kubba á ljósaborði þeir eru skemmtilegir einir og sér en öðlast nýja vídd þegar ljósið skín í gegnum þá.
- Starfshættir leikskóla eiga að hvetja til gagnrýninnar hugsunar og gefa börnum færi á að virkja sköpunarkraft sinn.
- Í leikskóla á að hvetja börn til að túlka og tjá sig á fjölbreyttan hátt, m.a. í gegnum leik, hreyfingu, myndmál, tónlist, tungumál, tölur og tákn.
- Í leikskóla á að skapa aðstæður fyrir börn til að leika sér svo að þau fái svigrúm fyrir ímyndunarafl sitt og sköpun.
Önnur leiðarljós fjalla um lýðræði og samvinnu. Um það að tengjast umhverfi, um jafna rétt og svo framvegis.