Þegar börnin í Aðalþingi heimsóttu Tilraunalandið í Norrænahúsinu vorið 2010 heilluðust þau mörg af kúlubrautinni. Á Hranfaþingi hafa börnin síðan verið mjög upptekin við að skapa sínar eigin kúlubrautir og það hafa verið allt að því verkfræðileg undur sem þar hafa verið útbúin. Mannvirki þar sem gert er ráð fyrir hröðun, beygjum og að eitthvað verði að grípa kúluna sem kemur á miklum hraða, gengsæu hólkarnir úr ljósaverinu hafa komið að góðum notum.

Veturinn 2010 var keypt 9 metra glóandi kúlurennibraut sem börnin geta sett saman á ýmsa vegu. Hér má sjá þegar að nokkrir Hrafnar prófuðu settu hana saman í fyrsta sinn. Prufan tókst einstaklega vel og spurðist til annarra Hrafna sem vildu gjarnan líka fá að prófa.

Til að undirbúa sig var leiðbeiningarbæklingurinn skoðaður vandlega. En að vera fær um að átta sig á gildi leiðbeiningabæklinga og  vera læs á leiðbeiningar er mikilvægt í nútímasamfélagi. Með því að nota svart ljós með brautinni sást betur hversu mjög hún glóir.  (3. desember 2010 KD)

gl_2.jpg