Miklir möguleikar felast í því að vinna með myndvarpa. Meðal þeirra eru að setja hluti á myndvarpa og sjá skuggamynd þeirra, stundum ferðast ljós í gegn um efni og þá segjum við það vera gegnsætt. Stundum stoppar það ferð ljóssins og við sjáum þá útlínur hlutanna. Eins og þegar leikfangahestur er settur á myndvarpa.

En ljósið gerir fleira þegar það er langt frá þeim stað sem ljósið fellur á stækkar hluturinn og þegar það fer nálægt þá minnkar hluturinn. Um þetta ferli eigum við skemmtilegt ljóð sem flest börn kunna. Ljóðið um Litla skrítna skuggann. Ljóð sem bíður upp á heimspekilegar vangaveltur og spurningar. Sem hægt er að tengja stærðfræði, fagurfræði, heimspeki, ævintýrum, læsi í víðum skilningi og fleiru og fleiru. Ljóð sem bíður upp á sköpun, samvinnu og leik.

Vatnskubbar

Á myndunum hér að neðan eru börnin að leika sér með kubba sem eru út tré og plexígleri. Inn í þeim er vatn sem gefur bæði skemmtilega og áhugaverða áferð. Kubbarnir bjóða upp á fjölbreyttar rannsóknir og leik. Það er áhugavert að sjá hvernig börnin rannsaka hvernig kubbarnir birtast á vegg og á mynd 4 má sjá hvernig barnið reynir að mæla saman myndina á veggnum og kubbinn. Heldur honum upp í átt að samakonar kubb á veggnum.

Sandbakki á myndvarpa

Efniviður