Við lærðum flest í litafræði að grunnlitirnir væru, gulur, rauður og blár, frá þeim litum gætum við blandað flesta liti litapalletturnar. Enn þegar verið er að vinna með ljós og liti – með blöndun lita í gegn um ljós eiga aðrar reglur við. Á vísindavefnum er m.a. fjallað um þennan mismun þar segir.

Grunnlitir eru þeir litir nefndir sem menn blanda aðra liti úr. Hefðbundnir grunnlitir listmálara voru rautt, grænt og blátt og mótuðust meðal annars af því hvaða litarefni voru næst hendi. Grunnlitir prents og myndlistar nú á dögum eru hins vegar oft gult, vínrautt (magenta) og heiðblátt (cyan). Grunnlitir í tölvu- og sjónvarpsskjám eru hins vegar hreint rautt, grænt og blátt.
Vísindavefur Háskóla Íslands

Þar segir „Þegar litað er á hvítan flöt er því verið að draga frá ljósbylgjur; gul málning drekkur í sig alla aðra liti en gulan, sem hún endurvarpar. – Grunnlitirnir sem þá er notaðir kallast frádrægir (subtractive).“ Hinsvegar er rætt um að Þegar tveimur hreinum grunnlitum málara er blandað saman á blaði fæst einn grunnlitur ljóss. Heiðblátt og vínrautt gefa bláan; heiðblár og gulur gefa grænan og gulur og magenta gefa rauðan lit.

Grunnlitirnir sem notaðir eru á þann veginn nefnast viðlægir (additive á ensku); ljós bætist við þar sem ekkert er.

Sama gildir á hinn veginn; þegar lýst er með tveimur grunnlitum ljóss saman á svartan flöt fæst einn grunnlitur prents. Grænn og rauður gefa gulan; rauður og blár gefa vínrautt; blár og grænn gefa heiðblátt. 

Viðlægir og frádægir litir

Litur á sjónvarpsskjá er svartur, hann varpar næstum engu ljósi frá sér. Litirnir verða til við það að skjárinn lýsist upp. Grunnlitirnir sem notaðir eru á þann veginn nefnast viðlægir (additive á ensku); ljós bætist við þar sem ekkert er.

Autt blað eða strigi eru hins vegar hvít – þau varpa frá sér öllum bylgjulengdum ljóss. Þegar litað er á hvítan flöt er því verið að draga frá ljósbylgjur; gul málning drekkur í sig alla aðra liti en gulan, sem hún endurvarpar. – Grunnlitirnir sem þá er notaðir kallast frádrægir (subtractive).

 Á myndinni má sjá viðlæga og frálæga liti. (Myndin og stærstur hluta textans er af vísindavef háskólans)

Sjá síðu með þar sem börn leika í RGB ljósi