Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. Þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt.
Þegar t.d. tveir mislitir gagnsæir hlutir eru lagðir á borðið sést litablöndun.
Byggingar á ljósaborði öðlast nýtt líf.
Hvað er hægt að setja á ljósaborð?
Á ljósaborð er hægt að nota margt, það er hægt að útbúa allt mögulegt, kaupa á ólíklegustu stöðum og svo auðvitað hlutir sem eru sérhannaðir fyrir ljósaborð. Á myndinni hér að ofan má sjá litaðar plastskálar úr Góða hirðinum. Með þeim er notað stækkunargler innan úr ónýtum myndvarpa. Til að ná tilætluðum áhrifum þá eru þrjár skálar undir stækkurnarglerinu en ein ofan á. Með því virðist sú sem er ofan á vera mun minni en hinar. Áferð myndanna minnir líka frekar á vatnslitamynd en ljósmynd.
Erlendis hef ég séð plaststækkurgler í stærðinni A4 sem gaman gæti verið að nota á ljósaborð (kannski fæst slíkt hér hef bara ekki séð það).
Spurningi snýst um að hafa augun opin víða og kaupa hluti sem hægt er að nota. (KD 2012)