Heimur ljóss og lita er okkur flestum hugleikinn. Rannsóknir hafa sýnt að bæði ljós og litir hafa áhrif á líðan okkar. Með litum og ljósi er hægt að breyta umhverfinu á margvíslegan hátt. Rými geta öðlast nýtt líf. En hvað er ljós, hvað er litur, hvað er myrkur? Í verkefni sem fjallar um ljósið og möguleika þess eru þetta mikilvægar spurningar.
Fyrir þá sem vilja vita meira er bent á stjörnufræðivefinn og á vísindavefinn. þar er t.d. hægt að fá að vita hvað ræður liti ljóssins eða af hverju himinninn er blár og margt margt fleira.