Author: Leikskólinn Aðalþing KD
-
Um vefinn og verkefnið
Vefurinn Ljósheimar er hluti af skýrslu leikskólans Aðalþings um þróunarverkefni sem unnið var þar 2010 – 2011 og ber sama heiti. Það telst kostur ef þróunarverkefni öðlast sjálfstætt líf eftir að þeim lýkur formlega. Ljósaverkefnið hefur öðlast slíkt líf. Vinna sem tengist því hefur haldið áfram og á vonandi eftir að þróast á komandi árum.…
-
Ljósið kemur langt og mjótt – logar á fífustöngum
Fyrir þá sem vilja vita meira er bent á stjörnufræðivefinn og á vísindavefinn. þar er t.d. hægt að fá að vita hvað ræður liti ljóssins eða af hverju himinninn er blár og margt margt fleira.
-
Ljósaborð – svart og hvítt
Ljósaborð er hægt að nota á marga vegu. Að skoða hvítt á hvítu, eða teikna mynd í sandbakka sem hvílir á ljósaborði eru meðal þess sem hæg er að gera á ljósaborðum.
-
Glóandi kúlubraut
Þegar börnin í Aðalþingi heimsóttu Tilraunalandið í Norrænahúsinu vorið 2010 heilluðust þau mörg af kúlubrautinni. Á Hranfaþingi hafa börnin síðan verið mjög upptekin við að skapa sínar eigin kúlubrautir og það hafa verið allt að því verkfræðileg undur sem þar hafa verið útbúin. Mannvirki þar sem gert er ráð fyrir hröðun, beygjum og að eitthvað verði að grípa kúluna…
-
Um ljósaborð
Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. Þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt.