Category: Færslulisti
-
Um ljósaborð
Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. Þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt.
-
Litafræði ljóssins
Við lærðum flest í litafræði að grunnlitirnir væru, gulur, rauður og blár, frá þeim litum gætum við blandað flesta liti litapalletturnar. Enn þegar verið er að vinna með ljós og liti – með blöndun lita í gegn um ljós eiga aðrar reglur við. Á vísindavefnum er m.a. fjallað um þennan mismun þar segir. Grunnlitir eru…
-
Að byggja og skapa í ljósið
Byggingaleikir geta tekið á sig ýmis form – það fer svolítið eftir efniviðnum og aðstæðum hvert formið er hverju sinni. Öll leitumst við að hafa áhrif á umhverfi okkar. Þær leiðir sem eru færar byggja á okkar eigin ímyndunarafli, seiglu og viljanum til að prófa eitthvað nýtt. Í Aðalnámskrá leikskóla eru birt leiðarljós sem leikskólarnir eiga að…
-
Plexíplötur
Plötur úr plexígleri/plasti er vinsæll efniviður hjá börnum í Aðalþingi. Plöturnar gegna þar margskonar hlutverkum. Þær er hægt að nota á ljósaborð, myndvarpa í alla vega byggingarleiki, til að rannsaka umhverfið. Sjá hvernig það breytist eftir því hvaða litur er notaður eða hvaða litum er blandað saman. Plexíplötur voru með fyrsta efnivið sem kom í…
-
Plexikubbar
Plexikubbarnir eru fallegir og bjóða upp á ýmsa möguleika í leik. Þeir styrkja nám barna á ýmsa vegu. Þau raða, flokka. telja, para saman, vinna með samhverfu, hlaða upp eða fella, Þau pæla í jafnvægi og svo skapa þau sinn eigin heim.